Upplýsingar fyrir nýja viðskiptavini

Velkomin/n í vefverslun Gæludýr.is! Í verslun okkar getur þú fundið allt fyrir gæludýrið þitt hvort sem það er fóður, leikföng, búr eða upplýsingar þá er Gæludýr.is rétti staðurinn fyrir þig og gæludýrið þitt. 
Við leggjum mikla áherslu á að halda vöruverði sem lægstu og er sjálfsafgreiðsla í vefverslun okkar stór hluti af því að halda vöruverði niðri.

Hér er yfirlit yfir það hvað er á síðunni okkar og hvernig það virkar!

 

Verslun

Við viljum að þú finnir vöruna sem þú leita af á sem fljótlegasta og einfaldasta hátt en hægt er að finna vörur með því að nota leitarvél eða vafra í gegnum síðuna.

Til að byrja leit er leitarorð slegið í leitarvélina en hægt er að leita eftir flokkum eða vöruheiti. Leitarvélin er staðsett bæði efst og neðst á hverri síðu. Leitarvélin birtir niðurstöðu leitar á miðjum skjá og gefur til kynna fjölda fundinna vara í "Samtals niðurstöður"

Hægt er að vafra í gegnum valinn vöruflokk sem er staðsettur í vinstri dálk síðu. Velur þú vöruflokk, til dæmis, Fiskafóður og Bætiefni, birtist flokkurinn í heild sinni en hægt er að velja undirflokk, til dæmis, fiskafóður til að brjóta vöfrun enn meira niður.

 

Skráning notanda

Skráning á vefinn okkar gerir þér kleift að vista upplýsingarnar þínar í kerfinu hjá okkur þannig að þú þarft ekki að slá þær inn hverju sinni. Það er þó ekki nauðsynlegt að vera skráður notandi því hægt er að ganga frá kaupum sem gestur með því að skrá inn þínar upplýsingar hverju sinni.

 

Innkaupalistinn minn

Þegar þú ert innskráður getur þú búið til þinn eigin innkaupalista. Til að búa til innkaupalista velur þú "Bæta á innkaupalista" sem er valmöguleiki við hverja vöru í verslun okkar. Þannig getur þú vistað vöru og flýtt fyrir þér í hvert sinn sem þú þarft að kaupa viðkomandi vöru.

"Innkaupalistinn minn" er staðsettur í "Minn aðgangur" sem er hægra megin á síðunni okkar. 

 

Fóður í Áskrift

Hægt er að fá vörur í áskrift svo sem fóður og kattasand eða hvað sem gæludýrið þitt þarfnast með reglulegu millibili. Fóður í Áskrift virkar þannig að þú ákveður hvaða vörur, magn og hversu reglulega þú þarft á því að halda og við sjáum um að koma vörunum til þín á þeim tíma sem þú þarfnast þeirra. Daginn fyrir áskriftapöntunina þína sendum við þér svo tölvupóst til að láta þig vita þannig að þú getur þá bætt við pöntunina ef það er eitthvað annað sem þig vantar með.

 
Hleð inn...

réplicas de relógios replika rolex.