KOLEFNI ER NAUÐSYNLEGT FYRIR GÓÐAN PLÖNTUVÖXT -
EasyCarbo er verulega öflugt og skilvirkt kolefni fyrir plönturnar í fiskabúrinu
Kolefni (CO2 í vökvaformi) er eitt mikilvægasta næringarefnið fyrir lifandi plöntur dvo þær vaxi og dafni. Ef það er skortur á kolefnum geta plöntur ekki þrifist, vöxtur stoppar og þær tapa þannig baráttunni um næringu við þörunga. Ef skortur er langvarandi fara plöntur að leka frá sér sykri og öðrum næringarefnum sem ýtir undir frekari þörunamyndun.
EasyCarbo er svarið við þessu vandamáli. Eftir einungis 2 vikna notkunn á EasyCarbo í fiskabúrinu munu plöturnar bæði vaxa betur og verða fallegri. Þetta á sérstaklega við um mýrar og vatnaplöntur (Cryptocoryne, Echinodorus o.s.frv.). Aukinn vöxtur plantna ýtir undir frekari upptöku næringarefna og því mun þörungurinn í flestum tillfellum hverfa.
Rétt samsetning á notkunn ProFito plöntunæringar og EasyCarbo
Plöntur þurfa meira en bara kolefni til að þrífast. Snefilefni eru líka mjög mikilvæg. Þar sem snefilefnin er ekki hægt að mæla með nákvæmni er ekki hægt að vita hvaða efni vantar og vantar ekki. ProFito leysir þetta vandamál en með reglulegri notkunn skaffar það plöntunum þau snefilefni sem á vantar hverju sinni - EasyCarbo og ProFito mynda saman heildstæða lausn.
Notkunarleiðbeiningar:
Daglega frá 1 ml á hverja 50 lítra eða allt að 2 ml á hverja 50 lítra
For other language please click here!
Ábending um notkun:
Fiskabúr með fáum plöntum: 1 ml á hverja 100 lítra daglega
Fiskabúr með miðlungs plöntumagni: 1 ml á hverja 50 lítra daglega
Fiskabúr með mörgum plöntum: 1 ml á hverja 25 lítra daglega