Almenn umönnun hunda
Hundar eru yndisleg dýr og veita mikilli gleði inn í líf okkar. Ef við viljum vera viss um að við veitum hundum sömu hamingju og þeir veita okkur er mikilvægt að fylgja nokkrum grundvallar viðmiðunarreglum til að tryggja heilsu þeirra og vellíðan.
-Mataræði: það er úrslitaatriði að gefa hundum rétt fæði ef við viljum tryggja hreysti þeirra og langlífi. Rétt samsetning næringarefna, sem miðast við aldur hundsins, getur gert gæfumuninn þegar kemur að heilsu hans og hamingju. Hér á gæludýr.is bjóðum við upp á ókeypis næringarráðgjöf frá dýralækninum okkar þar sem farið er yfir rétt mataræði fyrir þinn hund. Hafðu samband við starfsfólk okkar ef þú vilt fá frekari upplýsingar eða bóka tíma.
-Hreyfing og þjálfun: Það er mjög mikilvægt að hundurinn þinn fái hreyfingu við hæfi. Þannig eflist heilsa hans og hæfni en hreyfing og útivera veitir þér einnig tækifæri til þess að þjálfa hann í félagslegum aðstæðum þar sem samskipti við aðra hunda, fólk og umhverfi gerir þér kleift að verðlauna góða hegðun en þjálfa burt óæskilega hegðun. Hér verður þó að gæta hófs vegna þess að of mikil hreyfing getur verið jafn slæm og of lítil.
-Líkamleg heilsa: það er brýnt að fara með hundinn í reglulegar heilsufarsskoðanir til dýralæknis til að tryggja að hann haldi heilbrigði sínu og að heilsutengd vandamál séu greind snemma. Annað lykilatriði, og nátengt þessu, er að eigendur skoði hunda sína sjálfir heima fyrir og þá sérstaklega augu, eyru, tennur, fætur, húð og feld. Það er hlutverk dýralæknisins að sjá til þess að hundurinn þinn fái nauðsynlegar bólusetningar og sé ormahreinsaður reglulega auk þess sem hann er vakandi fyrir því hvort eitthvað sé um flær. Það veltur mikið á lífstíl ykkar hversu oft þarf að orma- og flóahreinsa hundinn, t.d. hversu mikið hann umgengst aðra hunda o.fl. en að jafnaði mælum við með því að nota fyrirbyggjandi meðul gegn flóm á mánaðarlega og ormahreinsa á þriggja mánaða fresti. Starfsfólk dýralæknastofunnar okkar í Gæludýr.is er reiðubúið til aðstoðar og ráðgjafar varðandi þetta.
Hægt er að finna fleiri upplýsingar um þessi almennu atriði á vefsíðunni undir „Dýralæknaráðgjöf“. Við erum með þjálfað og vant starfsfólk í verslunum okkar og erum fús til að svara öllum þeim fyrirspurnum sem þú kannt að hafa. Einnig er hægt að hafa samband við dýralækni í gegnum tölvupóst með því að smella á „Spurðu dýralækninn“ flipann á heimasíðunni okkar.