Minn aðgangur
  • Pantanir
  • Óskalisti
Fylgjast með minni pöntun/um
InnskráningNýskráning
Gleymt lykilorð?
Sækja um nýjan aðgang
Karfa er tóm
Karfa er tóm
Skoða körfu
Ganga frá kaupum
  • Valmynd
  • Hundar
    • Hundafóður
      • Acana
      • Blautmatur
      • Brit
      • Eukanuba
      • Happy Dog
      • Hráfóður
      • Skoða meira →
    • Nagbein og Nammi
      • Nagbein
      • Hundanammi
      • Náttúrulegt
      • Hundakex
      • Tannhreinsibein
      • Íslenskt hundanammi
    • Hundaföt og þjálfunarvörur
      • Lóðabuxur
      • Rakkabuxur
      • Hundaskór
      • Hundaföt
      • Þjálfunarvörur
      • Heilaþrautir
    • Hundasnyrtivörur og umhirða
      • Chris Christensen feldvörur
      • Yuup! Feldvörur
      • Bætiefni
      • Burstar og klippur
      • Umhirða
      • Kúkapokar
      • Skoða meira →
    • Hundabúr, bæli og bílavörur
      • Plastbúr
      • Grindarbúr
      • Mjúk ferðabúr
      • Hundabæli og dýnur
      • Hundavörur í bílinn
      • Hundalúgur
    • Hundaólar, taumar og beisli
      • Nælonólar og taumar
      • Flexi útdraganlegir taumar
      • Hundabeisli
      • JULIUS Beisli
    • Hundaleikföng
      • Gúmmí og latex
      • Kaðaldót
      • Mjúk leikföng
      • Boltar
      • Kong
    • Fóður og vatnsskálar
      • Plastskálar
      • Stálskálar
      • Keramik
      • Brunnar og skammtarar
    • Haust og vetrarvörur
  • Kettir
    • Kattafóður
      • ACANA
      • Brit
      • Eukanuba
      • Happy Cat
      • IAMS
      • Orijen
      • Skoða meira →
    • Kattasnyrtivörur
      • Chris Christensen feldvörur
      • Yuup! Feldvörur
      • Pet Head Grooming
      • Umhirða
      • Hreinsiefni
      • Flóa- og mítlavörur
      • Skoða meira →
    • Kattasandur og Kassar
      • Kattasandur
      • Kattaklósett
      • Pokar í kattaklósett
      • Aðrar vörur
    • Kattaólar og beisli
      • Kattaólar
      • Kattabeisli
      • Merkispjöld og bjöllur
      • Endurskin og ljós
    • Kattaklórur og leikföng
      • Kattaklórur
      • Kattaleikföng
      • Kong
      • Veiðistangir
      • Heilaþrautir
    • Aðrar Kattavörur
      • Nammi
      • Kattagras, malt, vítamín og bætiefni
      • Ferðabúr og bæli
      • Kattalúgur
      • Matar og Vatnsskálar
  • Fiskar
    • Fiskabúr og skápar
      • Rio fiskabúr og skápar
      • Lido fiskabúr og skápar
      • Vision fiskabúr og skápar
      • Trigon fiskabúr og skápar
      • CIANO Fiskabúr og Skápar
      • Fiskakúlur
      • Skoða meira →
    • Ljós og Perur
    • Fiskafóður og Bætiefni
      • Easy life
      • Tetra fyrir plönturnar
      • Tetra fiskafóður
      • Tetra efni fyrir vatnið
      • Tetra vatnsmælingar
      • Fiskafóður Flamingo
      • Skoða meira →
    • Dælur og Hitarar
      • Juwel dælur
      • Hitarar
      • Tunnudælur
      • Hreinsidælur
      • Vatnsdælur
      • Loftdælur
    • Aðrar fiskavörur
      • Plastplöntur
      • Filterefni
      • Háfar & Net
      • Bakgrunnar
      • Hreinsivörur
      • Búraskraut
      • Skoða meira →
  • Nagdýr
    • Nagdýravörur
      • Mýs
      • Hamstrar
      • Naggrísir
      • Kanínur
      • Fóður og Góðgæti
      • Búr og Grindur
      • Skoða meira →
  • Fuglar
    • Fuglavörur
      • Fuglafóður
      • Góðgæti og stangir
      • Fóður & vatnsskálar
      • Dúfur & hænur
      • Útifuglavörur & fóður
      • Fuglabúr
      • Skoða meira →
  • Greinar
    • Hundar
      • Almenn umönnun hunda
      • Caring for the elderly dog
      • Check-list for your Puppy
      • Dog Toys
      • Feeding your Dog
      • Fóðra hundinn þinn
      • Skoða meira →
    • Kettir
      • Almenn umönnun katta
      • Að fóðra köttinn þinn
      • Caring for the elderly cat
      • Check-list for your Kitten
      • Feeding your Cat
      • General care of your cat
      • Skoða meira →
    • Nagdýr
      • Algeng heilsufarsvandamál hjá kanínum
      • Að fá sér kanínu
      • Að fóðra kanínur
      • Að gera húsnæði kanínuvænt
      • Að húsvenja kanínur
      • Aðstaða fyrir kanínur
      • Skoða meira →
    • Fuglar
      • Keeping Caged Birds
    • Fiskar
      • Fóðrun ferskvatnsfiska
  • Hundasnyrtistofa
  • Frí heimsending
Heim/Greinar/Hundar/Fóðra hundinn þinn

  Minn aðgangur

  • Pantanir
  • Óskalisti
Fylgjast með minni pöntun/um
InnskráningNýskráning
Gleymt lykilorð?
Sækja um nýjan aðgang

Fóðra hundinn þinn

Næring – að velja rétt matarræði fyrir hundinn ykkar


Það er á okkar ábyrgð að taka réttar ákvarðanir fyrir hundana okkar þegar kemur að mataræði þeirra. Þetta getur verið snúið vegna þess að þó svo að eitthvað sé hollt og gott fyrir okkur þá á það sama ekki endilega við þegar kemur að hundum. Hundar hafa tiltölulega fáa bragðlauka í samanburði við okkur og nærast af mikilli atorku. Þeir hafa þróast þannig að þeir borða það sem í boði er og þeir gera það hratt. Sé fylgst með hvolpi við matardall sést berlega hve næringarþörfin er sterk. Þetta getur verið góður eiginleiki að hafa þegar fæði er af skornum skammti en hjá hundum sem eru fóðraðir hefur þetta eðliseinkenni leitt til eins algengasta næringarsjúkdóms samtímans, ofgjöf og offitu.

Sumir hundar virðast sækja í að borða gras en gras, rætur, ber og grænmeti eru í raun neyðaruppspretta næringar og meltingarfæri hunda erfiða við að vinna úr þessu hráefni. Kjöt og fita eru ómissandi og innihalda næringarefni sem eru hundum nauðsynleg. Vítamín og steinefni eru að sama skapi mikilvæg. Trefjar þarf hundurinn, eigi meltingin að vera góð og hægðir fastar. Ekki fóðra hundinn einungis á kjöti þó hundurinn myndi eflaust kjósa það sjálfur hefði hann atkvæðisrétt og þér finnist það liggja beinast við, það er lítið jafnvægi fólgið í slíku mataræði. Kanína í heilu lagi með húð, beinum og innyflum kemst líklega eins nálægt náttúrulegu mataræði hunda og hægt er að komast. Úr feldi kanínu og innihaldi garna fást trefjar en úr lifur, kjöti og beinum fást prótín, fita, vítamín og steinefni.  Hvaða mataræði sem þið veljið fyrir hundinn ykkar, hvort sem það er tilbúið fóður eða, eins og vinsælt er núna, hrátt kjöt á beini, þá fetið þið veginn milli hugsanlegs ávinnings og mögulegrar áhættu. Þegar línurnar eru lagðar í fæðuvali fyrir hundinn gildir að styðjast við heilbrigða skynsemi en í henni er einmitt fólgin sú kúnst að finna jafnvægi milli reynslu og nýs fróðleiks.

Hungur er hundum eðlilegt ástand. Þá hungrar í orku og næringu í formi fæðu en hana er að finna í því próteini, fitu og kolvetnum sem þeir borða.


Prótein
Allir hundar þurfa prótein vegna amínósýranna sem úr því fást en þær eru byggingarefni allra líkamsvefja. Náttúrulegasta uppspretta próteina er kjöt, en rétt eins og við þá geta hundar fengið hinar bráðnauðsynlegu amínósýrur með neyslu á grænmetisprótíni. 

Fita
Hundar þurfa líka fitu en fita er orkuhlaðnasta næringarefnið. Í hverju grammi af fitu eru tvöfalt fleiri hitaeiningar en í grammi af prótíni og kolvetnum. Fitan er því orkurík og hún er einnig bragðbætandi. Hún flytur líka fituleysanleg vítamín um líkama hundsins og næringarannsóknir sýna að fitusýrurnar, sem eru meginundireining fitu, gera meira en að veita orku.

Omega fitusýrur eru nauðsynlegar
Fitusýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur (ens. essential fatty acids eða EFA) hjálpa til við að hafa hemil á ofnæmi, gigt, bólgum, hjartasjúkdómum, húðsjúkdómum, sjálfsofnæmissjúkdómum, nýrna- og taugavirkni og jafnvel krabbameini. Meðal þessara fitusýra eru Omega 3 og Omega 6. Omega 6 geta valdið aukinni bólguvirkni og þó svo að þær séu frumum líkamans nauðsynlegar til að geta starfað eðlilega þá geta þær líka hafa neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Omega 3 fitusýrur, hins vegar, geta dregið úr bólgusvörun í frumum. Yfirleitt bæla Omega 3 fitusýrur ekki ónæmiskerfið en geta styrkt það, í bæði hundum og mannfólki.

Kolvetni
Kolvetni eru ekki náttúruleg uppspretta orku fyrir hunda en þeir geta umbreytt kolvetnum í sykur glúkósa sem aftur framleiðir glýkógen sem geymist í vöðvum til síðari nota. Allar líkur eru á því að kolvetni séu góð uppspretta næringar þegar tík er hvolpafull og þegar hún er með hvolpa á spena. Sterkja er algengasta uppspretta kolvetna fyrir hunda og er auðmeltanleg þegar hún er elduð.

Trefjar
Þar til nýlega var hlutverk leysanlegra og óleysanlegra trefja í mataræði hunda vanmetið. Trefjar eru náttúrulegur hluti af mataræði hunda, neytt þegar þeir éta feldi annara dýra. Einnig eru þær að öllum líkindum gagnlegar til að hindra og meðhöndla hægðatregðu, sykursýki, offitu, langvinna bólgusjúkdóma í þörmum og umfram fitu í blóðrásinni. Það veltur á aldri og lífsstíl hundsins hversu miklar trefjar hann þarf.


Vítamín og steinefni


A
ndoxunarefni vernda hundinn 
Til andoxunarefna teljast til dæmis C- og E-vítamín en þau eyðileggja sindurefni. Sindurefni eru sam- og frumeindir í líkamanum sem valda frumum líkamans skaða. Hundar eru með eigin sindurefna eyðingakerfi en þeir njóta samt góðs af því að neyta fæðu sem inniheldur andoxunarefni vegna þess að það getur veitt þessu náttúrulegu kerfi aukinn styrk. Framleiðendur gæludýrafóðurs halda því fram að þau andoxunarefni sem bætt er í fóðrið bæti ónæmiskerfi þroskaðra hunda stórlega og endurheimti virkni yngri ára.

Hvað gera vítamín?
Vítamín eru næringarefni sem eru nauðsynlegur hvati efnaskipta í líkama hundsins og skiptast í fituleysanleg og vatnsleysanleg vítamín. Fituleysanlegu vítamínin koma inn í líkamann í gegnum þá fitu sem er í fæðunni og eru geymd í lifrinni. 

Fituleysanleg vítamín

A-vítamín
Hundar geta nýtt sér A-vítamín sem koma úr efnum sem finnast í frumum plantna en þeir fá mest af sínum náttúrulegu A-vítamínum með því að borða lifur úr öðrum dýrum. Olía úr fiski, mjólk og eggjarauða eru góðar uppsprettur A-vítamíns. Hundar af tegundinni Cocker Spaniel geta átt í erfiðleikum með að framleða nóg A-vítamín og það getur leitt til þess að húð þeirra verður feit. A-vítamín er fyrir margar sakir nauðsynlegt, m.a. til að viðhalda heilbrigðri sjón.

D-vítamín
Í hundum er D-vítamín framleitt í húðinni og fæði þeirra er undirstaða þess að sú virkni geti farið fram. Ef feldur hunda er þéttur og hárin löng getur orðið erfitt með framleiðslu þessa nauðsynlega bætiefnis en þar sem að nánast öll næring inniheldur nóg af D-vítamíni er skortur á því nú sjaldgæfur. Ofgnótt af D-vítamíni er algengara og getur leitt til kalsíum útfellinga í holdi og galla í beinabyggingu.

E - vítamín
E -vítamín virkar sem andoxunarefni og hlutleysir áðurnefnd sindurefni sem geta verið frumum skaðleg. E-vítamín virðist virka sem bólgueyðandi hvati hjá sumum hundum sem þjást af húðvandamálum, einkum hjá Dachshundum. Það getur einnig verið til bóta þegar kemur að virkni í hjarta- og taugakerfi. Hjá hundum sem eru mjög virkir eða þjást af streitu er þörfin fyrir E-vítamín ríkari en ella.

K-vítamín
K-vítamín er nauðsynlegt fyrir blóðstorknun . Sum K-vítamín eru framleidd af bakteríum í þörmum hundsins .


Vatnsleysanleg vítamín
Það er nánast engin hætta á ofskömmtun vatnsleysanlegra vítamína. Ef fæðan inniheldur ekki nóg B-vítamín eru gertöflur örugg viðbót. Vandamál í þörmum geta truflað frásog B12-vítamíns og ef hundur þjáist af slíkum kvilla þarf að gefa honum B12 í æð. Mörg B-vítamínanna eru framleidd af bakteríum í þörmum hunda. Þar sem að sýklalyf trufla þessar bakteríur, og þar með framleiðsluna, getur verið gott að gefa hundi sem þarf að vera á sýklalyfjum til lengri tíma gertöflur eins og PET-Tabs.

 

Að velja hundafóður – þurrt eða blautt?


Þurrfóður 
Þægindin við það að fá allt í einum pakka hefur gert það að verkum að þurrfóður er vinsælasta tegund fæðu fyrir hunda. Matvælin eru soðin undir þrýstingi, þurrkuð og loks er fitu úðað á bitana til bragðbætingar. Þar sem fita verður auðveldlega þrá þarf einnig að bæta við rotvarnarefnum í framleiðsluferlinu en andoxunarefni eru fyrirtaks rotvarnarefni. Sumir framleiðendur hundafóðurs hafa skipt út tilbúnum rotvarnarefnum fyrir C- og E-vítamín. Af einhverjum ástæðum endast náttúruleg andoxunarefni ekki eins lengi og tilbúin rotvarnarefni og af þeim sökum þurfa þeir sem velja fóður sem inniheldur hið fyrra að geyma það í lokuðum ílátum á þurrum og köldum stað.

Þurrfóður stuðlar að heilbrigði tanna og tannholds vegna hrjúfs yfirborðs fóðursins.


Blautfóður
Við framleiðslu á blautfóðri er hráefnið dauðhreinsað með hitun og pakkað í lofttæmdar umbúðir, þess vegna er ekki þörf á rotvarnarefnum. Í flestum tilfellum er dósamatur ríkur af næringarefnum og er bragðgóður en gerir ekkert fyrir tennur og tannhold og geymist ekki lengi eftir að umbúðirnar hafa verið opnaðar.

Það er mismunandi eftir hundum hvort þeim hugnast betur blaut- eða þurrfóður og hefur væntanlega áhrif á það hvort þú kýst fyrir þinn hund.

Mataræði og lífaldur
Næringarþörf hunda breytist smám saman með hækkuðum aldri og því ætti einnig að skipta fæðutegundum út fyrir aðrar smám saman. Best er að skipuleggja breytingar á mataræði þannig að þær nái yfir fimm daga tímabil. Byrjið á því að bæta ögn af nýrri fæðu inn í mataræði hundsins og smáaukið svo skammtastærðir nýja fæðisins á kostnað þess sem verið er að skipta út. Gott er að hafa hugfast að hundar, og þá sérstaklega hvolpar, hafa mismunandi smekk fyrir lykt, áferð og bragði, rétt eins og mannfólkið. Til að koma í veg fyrir matvendni hunds er ráð að gefa honum ferskan, bragðgóðan og næringarríkan mat snemma á lífsleiðinni, í samræmi við einstaklingsbundna þörf hans eða smekk. Það er nauðsynlegt að fóðra hundinn á næringaríkara fæði þegar augljós þörf er til staðar eins og t.d. þegar veðurfar kólnar. Vigtið hundinn reglulega. Ef hundurinn er með tiltölulega stöðuga líkamsþyngd er það eins góð vísbending og hægt er að fá um góða heilsu.  Þyngdaraukning eða -tap er nær öruggt merki um að eitthvað sé að og ef hundurinn er við góða heilsu að öllu öðru leyti þá getur verið nauðsynlegt að breyta mataræðinu. 

Frá fæðingu hvolps og þar til hann nær helmingsstærð fullorðins einstaklings af sinni tegund er orkuþörf hans tvöföld miðað við þá orku sem er þörf til viðhalds fullorðnum hundi.

Eftir að helmingsstærðinni er náð þarf hundurinn 50% meiri orku en þá sem hann þarf  fullvaxinn . Það getur reynst flókið að reikna þetta út þar sem að vaxtaskeið hunda og tímabil í lífi þeirra eru mismunandi eftir tegundum. Af þessum sökum mælum við með því að á vaxtaskeiði sínu sé hvolpi gefið fóður sem sérstaklega er framleidd fyrir hans tegund og við getum veitt ráðleggingar um val á fóðri í verslunum okkar.

Vinnuhundar þurfa 1,5 til 2,5 sinnum meiri næringu úr fæði en hundar sem einungis eru gæludýr. Ef veðráttan er köld getur þessi þörf jafnvel aukist enn um 50 prósent. Í hinum öfgakenndu aðstæðum sleðahunda sem þreyta keppni í hlaupum getur hundur þurft 10.000 hitaeiningar á dag . Hér er að sama skapi ráðlegt að gefa hundinum mat sem er sérstaklega þróaður með þarfir vinnuhunda í huga. Það er úr mörgu að velja og við bjóðum upp á fjölbreytt úrval í verslunum gæludýr.is. 

Eldri hundar hafa mismunandi þarfir . Flestum þeirra hentar ágætlega að vera á venjulegu fóðri fyrir fullorðna hunda ef skammtarnir eru eilítið minni og þeir bættir með vítamínum og steinefnum. Fóður sem framleitt er fyrir eldri hunda inniheldur hágæða næringu sem er auðmeltanleg með íbættum andoxunarefnum til að styðja við öldrun ónæmiskerfisins. Ef eldri hundar eru of þungir ætti að fara hægt í megrunaraðgerðir á meðan þeir sem eru of léttir eða að jafna sig eftir veikindi þurfa oft aukið fæði. Við erum með gott úrval fóðurs fyrir eldri hunda og starfsfólk okkar getur veitt ráðgjöf varðandi það hvað best hentar þínum hundi. 

Ef eldri hundur hættir að borða sitt venjulega fóður getur það verið vísbending um vandamál í tönnum eða aðra sjúkdóma. Það er alltaf gott að láta dýralækni skoða hundinn ef breytingar verða á matarlyst. Ef hvetja þarf aldraðan hund til þess að nærast er ráðlegt að hita matinn upp þar sem hitun eykur bragðið.


Hversu margar hitaeiningar er ráðlegt að gefa hundinum? 

Meðaltalsþörf hitaeininga er breytileg eftir aldri, stærð og lífsstíl. Flestum hundamat fylgja leiðbeiningar til viðmiðunar sem ágætt getur verið að fylgja. Ef fylgst er með þyngd hundsins, líkamsástandi hans og almennu heilsufari þá ætti að sjást hvort hann fær nóg af hitaeiningum. Hægt er að stjórna þyngd hundsins með því að breyta skammtastærðinni með tilliti til ofantalins.


Heimatilbúið fæði

Ef þú ert tilbúinn til þess að elda fyrir hundinn og kýst það framyfir að kaupa tilbúinn mat þá þarftu að vera meðvitaður um að kjöt eitt og sér er ekki ríkt af A- og D- vítamínum eða kalki. Hundar eru ekki einvörðungu kjötætur og mataræði sem samanstendur einvörðungu af kjöti veitir þeim ekki allt sem þeir þurfa. Þeim er eðlilegt að éta margbreytilegt fæði. Hér á eftir er dæmi um uppskrift sem inniheldur það helsta sem hundurinn þarf að fá úr fæðunni.

Kjúklingur 70g

Lifur 30g
Ósoðin hrísgrjón 140 g
Hreint beinamjöl 10g
Salt á hnífsoddi
Sólblóma- eða kornolía 1/2 teskeið

Aðferð: sjóðið hrísgrjón, beinamjöl , salt og olíu í vatni sem er tvöfalt meira að rúmmáli en matvælin.

Látið malla í 20 mínútur og bætið þá kjúklingi og lifur út í  og látið malla í tíu mínútur til. Kælið niður áður en þið gefið hundinum þetta.

Í þessari uppskrift eru um 800 hitaeiningar, sem er nóg til þess að viðhalda orkuþörf hunds sem er tíu kíló að þyngd í einn sólarhring. 

Orkan skiptist á eftirfarandi hátt: 

Prótein 17 %
Fita 31 %
Kolvetni 53 %

Ef heimaeldað fæði verður fyrir valinu þá er ráðlegt að forðast eftirfarandi matvæli: 

Tofu og aðrar prótínríkar baunaafurðir þar sem þær geta valdið því að maginn blæs út.

Farið varlega í mjólkurvörur þar sem mjólkuróþol er algengt hjá eldri hundum.

Súkkulaði ætti ekki að gefa hundum, sér í lagi dökkt súkkulaði. Það inniheldur þeóbrómín sem getur valdið hundum eitrun og getur jafnvel verið banvænt ef þess er neytt í nægilega miklu  magni.

Bein

Hundar eru mjög hrifnir af beinum en flestir dýralæknar hafa þurft að framkvæma kviðaðgerðir á hundum til þess að laga skemmdir sem bein hafa valdið þeim. Einnig má nefna að tannbrot í hundum má oft rekja til beina. Bein geta þannig verið hættuleg en geta einnig verið góð fyrir tennur og tannhold. Þegar bein er nagað nuddast tannholdið og styrkist og tennurnar slípast. Ef ætlunin er að gefa hundinum bein er gott að kynna þau fyrir honum strax þegar hann er hvolpur. Þannig lærir hann betur að njóta þeirra á öruggan hátt en eigendur verða að gæta þess að hafa eftirlit með beinaátinu. Bein úr nautgripum eru öruggust vegna þess hve þau eru hörð.Ekki leyfa hundinum að verða yfirgangssamur og ráðríkur í sambandi við beinin.



Það getur verið ruglingslegt að velta fyrir sér mataræði og næringarþörf hunda og á stundum geta valkostirnir virkað yfirþyrmandi margir. Mundu að ef þú þarfnast ráðlegginga þá geturðu leitað til starfsfólks okkar. Við höfum þjálfað það til að veita næringarráðgjöf og starfsfólk dýralækningastofunnar okkar getur hjálpað þér að velja það fæði sem hentar þínum hundi best.

 

Skrá á póstlista

 

Vefverslun

  • Innskráning
  • Nýskráning
  • Skoða körfu
  • Skilmálar

Þjónusta

  • Hundasnyrtistofa
  • Frí heimsending
  • Greinar
  • Fóður í áskrift

Um okkur

  • Um gæludýr.is
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Umhverfisstefna

Opnunartími

  • Skoða opnunartíma