Að fóðra köttinn þinn
Næring –að velja rétt mataræði fyrir köttinn ykkar
Kettir eru mjög hrifnir af fersku kjöti og fyrir því eru góðar ástæður. Þó svo að kettir geti, í stuttan tíma, dregið fram lífið á rótum, berjum og gróðri þá lifa þeir ekki lengi án kjötmetis. Líkamar katta eru ófærir um að nýta sér ákveðnar amínó- og fitusýrur sem finna má í grænmeti og verða því að fá þær úr kjöti. Framleiðendur bestu tegunda gæludýrafóðurs skilja hina einstöku næringarþörf katta og tryggja fullnægjandi hlutfall þessara nauðsynlegu næringarefna í fæðunni.
Kettir þurfa á fitusýrum aðhalda
Dýrafita inniheldur nokkrar tegundir fitusýra sem líkami katta framleiðir ekki sjálfur (ens. essential fatty acids, EFA). Arachidonic sýra er nauðsynleg fyrir blóðstorknun, frjósemi og feld katta og lioleic sýra er mikilvæg vexti, lifrarstarfsemi og græðslu sára. Hin náttúrulega fæða katta (lítil nagdýr og fuglar) veitir þeim gott jafnvægi þessara nauðsynlegu næringarefna auk aminósýra svosem tárín og arginín. Það sama má segja um fisk, sem reyndar er ekki náttúrlegt fæði katta en afbragðsgóð engu að síður.
Omega fitusýrur eru nauðsynlegar
Fyrrnefndar fitusýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur hjálpa til við að hafa hemil á ofnæmi, gigt, bólgum, hjartasjúkdómum, húðsjúkdómum, sjálfsofnæmissjúkdómum, nýrna- og taugavirkni og jafnvel krabbameini. Meðal þessara fitusýra eru Omega 3 og Omega 6. Omega 6 geta valdið aukinni bólguvirkni og þó svo að þær séu frumum líkamans nauðsynlegar til að geta starfað eðlilega þá geta þær líka hafa neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Omega 3 fitusýrur, hins vegar, geta dregið úr bólgusvörun í frumum. Yfirleitt bæla Omega 3 fitusýrur ekki ónæmiskerfið en geta styrkt það, í mannfólki, köttum og hundum.
Trefjar
Þar til nýlega var hlutverk leysanlegra og óleysanlegra trefja í mataræði katta vanmetið. Trefjar eru náttúrulegur hluti af mataræði katta, neytt þegar þeir éta feldi annara dýra. Einnig eru þær að öllum líkindum gagnlegar til að hindra og meðhöndla hægðatregðu, sykursýki, offitu, langvinna bólgusjúkdóma íþörmum og umfram fitu íblóðrásinni. Þaðveltur áaldri og lífsstíl kattarins hversu miklar trefjar hann þarf.
Andoxunarefni vernda köttinnTil andoxunarefna teljast til dæmis C- og E-vítamín en þau eyðileggja sindurefni. Sindurefni eru sam- og frumeindir ílíkamanum sem valda frumum líkamans skaða. Kettir eru meðeigin sindurefna eyðingakerfi en þeir njóta samt góðs af þvíaðneyta fæðu sem inniheldur andoxunarefni vegna þess aðþaðgetur veitt þessu náttúrulegu kerfi aukinn styrk. Framleiðendur gæludýrafóðurs halda þvífram aðþau andoxunarefni sem bætt er ífóðriðbæti ónæmiskerfi þroskaðra katta stórlega og endurheimti virkni yngri ára.
Að velja kattamat
Þurrt eða blautt?
Þurrfóður er búið til þannig að hráefnið er soðið, þurrkað undir þrýstingi og aðlokum er það spreyjað með fitu til bragðbætingar. Nauðsynlegt er að bæta rotvarnarefnum út í matinn því fitan myndi annars þrána fljótt. Við framleiðslu á blautfóðri er hráefnið dauðhreinsað með hitun og pakkað í lofttæmdar umbúðir svosem poka eða dósir. Sökum þess að umbúðirnar eru lofttæmdar er ekki þörf á rotvarnarefnum. Frá næringarfræðilegu sjónarhorni hefur hvorug tegundin eitthvað fram yfir hina. Þurrfóður kemur frekar í veg fyrir tannsjúkdóma þar sem tennur og tannhold njóta góðs af hrjúfu yfirborði fæðisins. Þurrfóður er einnig vinsælt vegna þess að hægt er að skilja það eftir í matarskálinni daglangt þar sem kötturinn getur gengið í það að vild –og það á vel við ketti –það má einnig nýta bitana eins og nammi sem hluta af leik og æfingu kattarins.
Innihald kattafóðurs í ódýrari kantinum er mismunandi en yfirleitt er hlutfall prótíns, fitu og hitaeininga svipað. Innihald dýrara fóðurs er yfirleitt undirbúið eftir nákvæmri uppskrift sem helst sú sama. Enn nákvæmari uppskriftir eru notaðar í sérhæft fóður sem ætlað er til þess aðkoma í veg fyrir og/eða meðhöndla ákveðna sjúkdóma. Slíkt fóður er selt hjá gæludýr.is.
Mataræði, aldur og lífstíll
Þaðeru margir hlutir sem taka þarf til greina þegar ákvörðun er tekin um besta fæðiðfyrir köttinn:
• Aldur
• Stærð
• Þyngd
• Virkni
• Hversu mikiðkötturinn hreyfir sig
• Sjúkrasaga/hreysti
• Tannheilsa
• Smekkur
Alla jafna hafa kettlingar á vaxtaskeiði ríkari orkuþörf en fullorðnir kettir og þess vegna inniheldur kettlingafóður meira magn af vítamínum, steinefnum og prótíni en fóður sem ætlað er fullvaxta köttum. Á hinn bóginn þá þurfa eldri kettir frekar á fæði að halda sem hjálpa frumum líkamans að verjast sindurefnum en þau valda líkamanum skaða. Enn fremur er mikilvægt að fæði eldri katta sé auðmeltanlegra en yngri katta og innihaldi minna salt til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.
Kettir sem skarta síðum feldi er hættara við að gleypa mikið af hári en hinum sem snögghærðari eru. Af þessum sökum getur verið kostur að mata þá á fóðri sem hjálpar til við að flytja þetta hár í gegnum meltingarveginn. Flestir innikettir eru í óvirkari kantinum og geltir og því er gott að gæta að hitaeiningafjöldanum í fæði þeirra. Það eru margar tegundir fóðurs sem er sérhannað með þarfir innikatta í huga.
Inniköttum er einnig hættara við að þróa með sér ákveðna sjúkdóma sem tengjast hreyfingarleysi þeirra. Þar má m.a. telja til þvagfærasjúkdóma en fæði getur skipt sköpum við meðhöndlun þeirra. Það er ráðlegt að gefa þessum köttum blautfóður sem inniheldur minnkað magn ákveðinna steinefna. Einnig er hægt að fá fóður til meðhöndlunar á öðrum algengum einkennum hjá eldri köttum, þ.á.m. nýrna- og hjartasjúkdómum. Markmiðið með því að stjórna mataræði katta með nýrnasjúkdóma er að minnka klínísk einkenni nýrnabilunar, auka vellíðan kattarins og lengja líf hans ef hægt er. Fóðrið sem gefið er sem úrræði við nýrnasjúkdómum ætti að vera lágt í prótíni og góð uppspretta hitaeininga.
Má ég gefa kettinum mínum mjólk?
Þetta er ein algengasta spurning sem kattaeigendur velta fyrir sér. Kettir eru ákaflega hrifnir af mjólk og rjóma en mjólkurafurðir geta valdið þeim niðurgangi. Ástæðan fyrir því er sú að sumir eldri kettir framleiða ekki það magn ensíma sem þarf til að melta mjólkursykurinn eða laktósann. Ef mjólk fer illa í meltingu kattarins þíns þá skaltu prófa að gefa honum mjólk sem er sérhönnuð fyrir ketti eða mjólk án laktósa.
Heimatilbúið fóður
Þú uppskerð mjög líklega mikinn kærleik frá kettinum þínum ef þú undirbýrð heimatilbúið fæði fyrir hann daglega. Þar sem að kettir þurfa sértæka næringu þá getur verið flókið að finna til eitthvað við hæfi. Það er brýnt að gæta sín ef ala á köttinn á hráfæði því að þó svo að það geti talist fara næst því að vera „náttúrulegt“ þá er augljós hætta á salmónellu sýkingum úr hráu alifuglakjöti. Beinaríkt fæði eins og soðnir kjúklingahálsar er frábær uppspretta næringar og er þar að auki gott fyrir tennur og tannhold. Beinin geta hins vegar boðið hættunni heim ef kötturinn borðar hratt og gleypir í sig fæðuna án þess að tyggja.
Það getur verið ruglingslegt að velta fyrir sér mataræði og næringarþörf katta og ástundum geta valkostirnir virkað yfirþyrmandi margir. Mundu að ef þú þarfnast ráðlegginga þá geturðu leitað til starfsfólks okkar. Það hefur þjálfun í næringarráðgjöf og starfsfólk dýralækningastofunnar okkar getur aðstoða þig að velja það fæði sem hentar þínum ketti best.