Algeng heilsufarsvandamál hjá kanínum
Því miður verða innlendar kanínur stundum veikar. Mörg af þeim vandamálum sem geta hrjáð þær eru af alvarlegum toga og þess vegna er miklvægt að leita alltaf til dýralæknis ef kanínan sýnir merki um veikindi eða hegðar sér á óvanalegan hátt. Algengustu heilsufarsvandamálin og einkennin sem þeim geta fylgt fara hér á eftir. Hafið í huga að það er mikilvægt að kanínan fái meðferð sem fyrst, svo best er að fá alltaf ráðgjöf hjá dýralækni strax ef einhverjar áhyggjur vakna.
Ígerð:
Einkenni eru harðir hnúðar, bólga eða vessi undir húð kanínunnar.
Orsakir geta m.a. verið
•Hey eða aðrir aðskotahlutir undir húðinni sem sýking hefur komist í.
•Tann-, góm- eða augnsýking.
•Bit eða önnur sár sem sýking hefur komist í.
Liðagigt:
Við liðagigt myndast þroti eða bólgur í liðum. Hún er algengari hjá eldri kanínum og þeim sem eru í ofþyngd. Það eru nokkrar tegundir liðagigtar sem þróast geta í kanínum.
Einkenni liðagigtar eru:
•Helti frá einum fæti eða fleiri við hopp
•Fæti er lyft eða hann dreginn
•Erfiði við að ýta sér upp úr liggjandi stöðu
•Hægari hreyfingar
Bladder sludge og gallsteinar :
Ofantalið getur átt sér stað í kanínum af öllum tegundum og á öllum aldri. Það er ekki vitað hvað veldur því að sumar kanínur eiga við þetta vandamál að stríða og aðrar ekki. Það er ekki heldur vitað hvers vegna sumar kanínur þróa einungis með sér bladder sludge en aðrar gallsteina. Ein af þekktum ástæðum þessara vandamála er of kalkríkt fæði.
Merki um þvaðblöðruvandamál eru:
•Tíðari þvaglát (oft utan þess svæðis þar sem kanínan kastar vanalega af sér þvagi).
•Erfiðleikar við þvaglát.
•Blóð í þvagi.
•Hvít- eða gráleitt þvag með þykkri áferð.
•Særindi í húð við rass kanínunnar og á neðanverðum líkama hennar.
•Þunglyndi og lystarleysi.
Krabbamein:
Hjá kvendýrum sem ekki hafa verið tekin úr sambandi er krabbamein í legi, eggjastokkum og spenum algengt. Hjá karldýrum má segja það sama um krabbamein í eistum. Þetta er ástæðan fyrir því að mælt er með geldingu kanína.
Meðal einkenna má telja óeðlilega hnúða og bólgur, þyngdartap, lystarleysi og blóð í þvagi.
Tannsjúkdómar:
Sjúkdómar í tönnum kanína eru algengir. Vandinn felst í því að tennur eru ójafnar, í þær hleypur ofvöxtur og á þeim myndast hvassir oddar sem valda óþægindum og sársauka í munni. Oftast má leita orsaka í rangri fóðrun en þetta getur líka verið af ættgengum orsökum. Ástandið er lífshættulegt og skjót meðferð er brýn.
Einkennin eru ma:
•Slefa þegar þær nærast
•Erfiðleikar við að drekka vatn úr flösku
•Drekka ekki eða borða
•Þyngdartap
•Litarlaus saur við endaþarm
•Augn- og nefrennsli
•Öndunarerfiðleikar
Niðurgangur
Niðurgangur getur verið lífshættulegur ef hann er ekki meðhöndlaður vegna þess að hann getur valdið ofþornun í líkama kanínunnar og það leiðir af sér fjöldann allan af heilsuvandamálum. Raunverulegur niðurgangur er hins vegar fremur óalgengur kvilli í fullorðnum kanínum en getur stafað af rangri fæðu og ákveðnum sýkingum.
Einkenni niðurgangs:
•Vatnskenndar eða mjúkar hægðir
•Saurflækjur við skott kanínunnar
•Minnkuð matarlyst
•Óvirkni
Gastric stasis eða garnastífla:
Þetta er hugtak sem er notað þegar meltingarfæri kanínu hætta að starfa.
Einkenni Gastric Stasis eru:
•Litlar eða engar hægðir
•Borðar hvorki né drekkur
•Situr óvirk í horni búrsins
Orsakir geta m.a. verið:
•Magi eða þarmar eru tepptir af hári, fóðri eða aðskotahlutum.
•Gasmyndun frá grænmeti eða öðrum matvælum.
•Svæfing/deyfing
Ofvöxtur í nöglum
Þetta er algengt vandamál ef kanínan hefur ekki færi á að sverfa neglur sínar á einhverju hörðu yfirborði. Þetta getur valdið henni óþægindum við gang svo vert er að hafa með þessu auga og biðja dýralækni um að snyrta neglurnar eða kenna ykkur að snyrta þær ef þær verða of langar.
Vandamál í öndunarfærum:
Vandamál af þessum toga eru algeng hjá kanínum og geta átt sér margvíslegar orsakir þ.á.m. tannsjúkdómar, stíflaðir tárakirtlar, ofnæmi og sýkingar. Það skiptir máli að greina vandann snemma og hefja meðferð sem fyrst til að auka líkurnar á því að kanínan nái sér.
Einkennin eru ma:
•Tárvot augu
•Nefrennsli - stundum með hvítri útferð
•Hnerrar
•Hávær öndunarhljóð
•Mæði
•Lyftir höku upp við öndun
•Minnkuð matarlyst
•Þyngdartap
Það er mikilvægt að muna að á þessum lista er ekki að finna alla þá sjúkdóma sem hrjáð geta kanínur. Ef kanínan fær gott fóður, er í heilnæmu umhverfi og er reglulega skoðuð af dýralækni þá dregur það úr hættunni á því að hún þurfi að þjást af þessum vandamálum sem hér eru upp talin. Leitið ávallt ráðgjafar hjá dýralækni ef áhyggjur vakna.
Ef frekar upplýsinga er óskað þá er hægt að spyrja dýralækninn okkar hér: http://www.gaeludyr.is/spurou-dyralaekninn.html