Blautfóður frá Meatlove fyrir hunda á öllum aldri.
- Með dádýri.
- Fyrir alla aldurshópa og allar stærðir hunda.
- Getur hentað vel fyrir hunda með óþol/ofnæmi þar sem aðeins er ein tegund dýraprótíns.
- Fá innihaldsefni.
- Má nota sem heilfóður, hlutafóður eða sem gotterí.
- Hátt hlutfall af fersku kjöti sem gefur frábært bragð.
- Geymist í ísskáp í 4-6 daga, má einnig frysta í skammtastærðum.
- Vistvænar umbúðir.
- Framleitt í Þýskalandi.
Næringargildi:
Prótín 12,8%, fita 5,3%, aska 1,9%, trefjar 0,5%, raki 77,1%.
Innihaldsefni: 80% dádýr (70% vöðvakjöt og hjörtu, 20% lungu, 10% lifur), 10% kartöflur, 5% næpur, 3% villt ber og 2% eggjaskurn í dufti.