Skilmálar
Eftirfarandi skilmálar gilda við kaup hjá Gæludýr.is:
- Við keyrum vöruna FRÍTT heim alla virka daga á höfuðborgasvæðinu (ekki er keyrt í póstnúmer 116 og 271). Við keyrum út á milli kl 17-22 og ef pantað er fyrir kl 14 á daginn þá færðu vörurnar afhentar samdægurs.
- Við keyrum vöruna FRÍTT á pósthús fyrir landsbyggðarfólk. Í því felst að við keyrum vöruna FRÍTT á pósthús í Reykjavík fyrir viðskiptavini en hann greiðir svo sendingarkostnaðinn sjálfur. Hægt er að senda með póstkröfu út á land en viljum við vekja athygli því að pósturinn rukkar aukalega kr 500 fyrir að senda með póstkröfu og leggst það ofan á sendingarkostnaðinn.
- Lifandi dýr s.s. fiskar eru einungis sendir með flugi utan höfuðborgarsvæðisins á kostnað kaupanda.
- Skilafrestur er 15 dagar, líki þér ekki varan þá sækjum við hana bara aftur. Landsbyggðarfólk kemur vörunni á pósthúsið og við borgum undir vöruna til baka. Þetta gildir á öllum vörum nema fóðri sem er ekki hægt að skila.
A.T.H. Ekki er skilaréttur á lifandi dýrum svo sem fiskum og lifandi plöntum. Ekki er tekin ábyrgð á seldum fiskum né lifandi plöntum.
- Óski fólk þess þá endurgreiðum við vöruna að fullu, við viljum ekki að viðskiptavinir okkar sitji uppi með háa inneignarnótu.
-Sé vara ekki til þá áskilum við okkur rétt á að endurgreiða vöruna.
- Þjónustusími Gæludýr.is er 773-8888 og er opin frá 10 - 18:30 alla virka daga. Hvetjum við viðskiptavini okkar til að nýta sér þjónustusímann óski það eftir nánari upplýsingum.
- Gæludýr.is reynir eftir fremsta megni að tryggja að réttar upplýsingar séu á vefsíðu Gæludýr.is. Engin ábyrgð er tekin á innsláttarvillum, myndbrengli eða röngum og úreltum upplýsingum. Reynist pöntuð vara vera ófáanleg áskilur Gæludýr.is sér rétt til að hætta við pöntunina.
- Gæludýr.is er rekið af fyrirtækinu Waterfront ehf, kennitala 710107-1490. Vsk númer er 93156.