Beint í efni
Mínar síður

Viðskiptaskilmálar

Vinsamlega lestu vandlega viðskiptaskilmála Gæludýr.is áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að klára kaup í gegnum vefverslun þá staðfestir þú viðskiptaskilmálana okkar.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að greiða með greiðslukortum, Netgíró eða millifærslum. Við áskiljum okkur rétt til að hafna greiðslum ef upp koma greiðsluvandamál, til dæmis ef greitt er með stolnu korti.

Ef greitt er með inneign eða gjafakorti, þá er aðeins hægt að nota eitt gjafakort fyrir hverja sölu. Ef afgangur er á inneign/gjafakorti þá fær viðskiptavinur nýtt gjafakort með eftirstöðunum.

Afhending vöru

Við pökkum sendingum frá vefverslun á lager okkar í Reykjavík. Vegna þess hve vöruúrval er breytilegt í verslunum okkar getum við ekki boðið upp á að panta úr vefverslun og sækja í verslanir.

Við keyrum vöruna FRÍTT heim alla virka daga á höfuðborgarsvæðinu (athugið – ekki er keyrt í póstnúmer 116 og 271). Ef pantað er fyrir kl 14 á daginn þá færðu vöruna afhenta samdægurs. Við keyrum út á milli kl 17 og 22.

Hægt er að fá sent með Dropp, en afhendingartími getur tekið 2-3 virka daga.

Allar sendingar fyrir landsbyggðina eru sendar með Dropp. Við reynum að koma öllum sendingum út sem fyrst. Afhendingartími getur verið 2-4 virka daga.

Sendingarkostnaður er reiknaður í greiðsluferlinu og bætist við áður en gengið er frá greiðslu.

Skilmálar Dropp gilda um afhendingar á þeirra vegum.

Skilaréttur

Skilafrestur er 15 dagar gegn kvittun. Líki þér ekki vöruna þá sækjum við hana aftur til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarfólk getur komið vörunni á pósthús og við borgum undir vöruna til baka.

Athugið – ekki er skilaréttur á lifandi dýrum svo sem fiskum og lifandi plöntum ásamt beinum í lausa sölu. Ekki er tekin ábyrgð á seldum fiskum né lifandi plöntum.

Ef viðskiptavinur vill skila vöru þá ber honum að hafa samband við Gæludýr.is eins fljótt og auðið er, en upplýsingar um hvernig best er að hafa samband má finna hér.

Smakkábyrgð

Við erum með smakkábyrgð á langflestu fóðri hjá okkur (sérreglur gilda um Royal Canin fóður). Hægt er að skila opnum fóðurpoka gegn kassakvittun ef hundinum/kettinum líkar ekki við fóðrið. Miðast það við að það sé búið að smakka fóðrið en ekki farið í gegnum hálfan poka eða meira af fóðrinu. Ef svo er, fæst fóðrinu ekki skilað.

Endurgreiðsla

Óski viðskiptavinur eftir því þá endurgreiðum við vöruna að fullu. Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar sitji uppi með háa inneignarnótu.

Sé vara ekki til þegar pöntun er tekin saman þá áskiljum við okkur rétt á að endurgreiða vöruna.

Ábyrgðarskilmálar

Ef viðskiptavinur verður var við galla þá skal hafa samband við Gæludýr.is eins fljótt og auðið er, en upplýsingar um hvernig best er að hafa samband má finna hér. Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað eða endurgreiðum sé þess krafist.

Tilkynningarfrestur vegna galla er almennt tvö ár en fimm ár ef ef vöru er ætlaður verulega lengri endingatími sbr. 2. mgr. 27. gr. laga um neytendakaup.

Persónuupplýsingar

Öll söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga eru unnin í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Til að við getum uppfyllt þá þjónustu sem er í boði þegar verslað er í vefversluninni þá þurfum við að fá upplýsingar um nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer. Við vistum engar greiðsluupplýsingar aðrar en hvaða greiðslumiðil var notast við þegar greitt var fyrir pöntunina.

Við deilum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema til að uppfylla þá þjónustu sem þú hefur valið, t.d. til að uppfylla óskir um heimsendingarþjónustu.

Úrlausn vafamála

Komi upp ágreiningsmál varðandi þjónustu og skildur Heimilistækja er viðskiptavinum bent á Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa á vef Neytendastofu

Almennir skilmálar

Verð er gefið upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti. Verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram.

Gæludýr.is reynir eftir fremsta megni að tryggja að réttar upplýsingar séu á vefsíðu Gæludýr.is. Engin ábyrgð er tekin á insláttarvillum, myndbrengli eða röngum og úreltum upplýsingum. Reynist pöntuð vara vera ófáanleg áskilur Gæludýr.is sér rétt til að hætta við pöntunina.

Gæludýr.is er rekið af fyrirtækinu Waterfront ehf.
Smáratorgi 1, 201 Kópavogur
Kennitala: 710107-1490
VSK númer: 93156
Þjónustusími: 773-8888
Sími í verslunum Gæludýr.is: 568-6888