Beint í efni
Mínar síður

Umhverfisstefna

Við leggjum afar mikla áherslu á að lifa í sátt og samlyndi við okkar samfélag og umhverfi.

Okkar aðal markmið er að bjóða öruggar gæludýravörur sem auðga líf gæludýra og eigenda þeirra.

Umhverfismál

Við tökum tillit til umhverfismála í starfsemi okkar og vinnum í anda sjálfbærrar þróunar og stuðlum þannig að betra umhverfi fyrir menn og dýr.

Við leggjum áherslu á að nota umhverfisvæn hreinsiefni þegar hægt er.

Við tryggjum að lagakröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og munum setja okkur strangari kröfur þar sem við á. 

Við leggjum okkur fram við að efla umhverfisvitund starfsfólks og áhuga þeirra á mikilvægi umhverfismála með reglulegri þjálfun.

Við leggjum áherslu á góða umgengni við umhverfið, endurnota og endurvinna það sem hægt er. Við flokkum úrgang og komum honum til endurvinnslu.

Við nýtum rafrænar lausnir til að minnka notkun á pappír.

Við leggjum áherslu á að bjóða upp á umhverfisvænar vörur fyrir öll gæludýr.

Við lágmörkum matarsóun með góðu samstarfi við okkar birgja og sterkri vörustýringu.

Samfélagsábyrgð

Við leggjum okkur fram við að stuðla að jákvæðri gæludýramenningu á Íslandi með því að bjóða vörur sem auðga líf gæludýra og fræðslu til starfsmanna sem þeir miðla áfram til viðskiptavina.

Við styðjum verkefni sjálfboðasamtaka á borð við Dýrahjálp Íslands, Villikatta og Villikanína með söfnun framlaga, safnana á fóðri og fylgihlutum og bjóðum þeim vettvang til að kynna starfsemi sína á stærri viðburðum okkar.

Við leggjum áherslu á að bjóða starfsmönnum okkar gott og öruggt vinnuumhverfi og að jafnrétti og umburðarlyndi leiki lykilhlutverk í bæði daglegu starfi og framtíðarsýn.

Fræðsla, þjálfun og þekking er mikilvægur hluti af okkar starfsemi. Starfsmenn fá fræðslu sem miðar að því að auka hæfni þeirra og þekkingu.

Samfélagssjóður Gæludýr.is

Markmið Gæludýr.is er að auðga líf gæludýra á Íslandi.  

Gæludýr.is leggur áherslu á samfélagsábyrgð og bætta gæludýramenningu og setti því á laggirnar snemma árs 2022 sérstakan styrktarsjóð gæludýra. 

Með það að leiðarljósi veitum við styrki til verkefna á sviði dýraverndar, verkefna sem snúa að bættum aðbúnaði gæludýra og verkefna sem auðga og lengja líf gæludýra.
Tekið er við umsóknum um styrki bæði frá einstaklingum og félagasamtökum og skulu umsókninni fylgja neðangreindar upplýsingar. 

Kynning á verkefninu/ástæða umsóknar
Upphæð sem óskað er eftir
Tengiliðaupplýsingar   

Tekið er við umsóknum allt árið. 

Aðeins er tekið við umsóknum á netfangið styrkur@gaeludyr.is   

Hér má sjá kynningar á þeim verkefnum sem hafa hlotið styrk 

Villkanínur

Gæludýr.is tekur þátt í verkefninu björgun kanína í Elliðaárdal. Aðkoma Gæludýr.is að verkefninu er þríþætt. 

  • Styrkur til Villikanína sem nýtist m.a. til fóðurkaupa
  • Miðlar Gæludýr.is nýttir til að vekja athygli á verkefninu
  • Gæludýr.is setur upp sérstaka undirsíðu í vefverslun þar sem viðskiptavinir geta keypt vörur til styrktar verkefninu - sjá hér

Félögin Dýrahjálp Íslands og Villikanínur hafa farið af stað með stórt verkefni þar sem stefnt er að því að ná inn þeim kanínum sem halda til í Elliðaárdalnum. Til að byrja með var tekinn inn smá hópur, 38 kanínur, til að meta stöðu og heilbrigði stofnsins og sjá hvort raunhæft verður að ná inn öllum þeim kanínum sem halda til á þessu svæði. Talið er að það séu í kringum 150-250 kanínur sem þyrfti þá að koma í skjól.
Kanínurnar dvelja í svokölluðu kanínukoti  sem félögin hafa sett upp í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kanínurnar munu vera í kotinu þar til að þær fara á fósturheimili eða framtíðarheimili en félögin óska eftir aðstoð almennings varðandi ýmis aðföng fyrir þær á meðan þær dvelja þar. Mikilvægt er að kanínur fái örvun og afþreyingu á meðan þær eru í kotinu og óskum við eftir aðstoð dýravina.

Kanínurnar voru metnar af dýralæknum og fá þá læknisaðstoð sem þær þurfa eftir að þær eru teknar inn.  Verður reynt að finna þeim öllum heimili eftir að þær hafa lokið sóttkví, ormheinsun og geldingu.   

Ástæður fyrir þessu brýna og löngu tímabæra verkefni eru margar en í okkar huga er það velferð dýranna sem gerir þetta verkefni svo aðkallandi.

Villikanínur eiga mjög erfitt líf úti í íslenskri náttúru, sér í lagi í Elliðaárdalnum, þó svo þeim sé gefið af almenningi.

Hætturnar eru víða og margar; þær slást mikið sín á milli til að ná sér í yfirráðasvæði (fá svo sár og sýkingar), gæsirnar bíta þær yfir mat, á vorin og sumrin drepur svo hrafninn og mávurinn ungana fyrir æti, kettir og hundar ráðast á þær og drepa jafnvel ásamt því að þær verða oft fyrir hjólum og bílum svo eitthvað sé nefnt.

Lífaldur kanína sem fæðast og lifa á þessu svæði er talin vera í kringum tvö ár en vert er að nefna að ekki er óeðlilegt fyrir gælukanínur að verða allt að 10-12 ára.

Gælukanínur, sem er sleppt á svæðinu, eiga ennþá erfiðara uppdráttar og enda oft lífið með hræðilegum hætti fljótlega eftir að hafa verið sleppt. Þær þekkja ekki svæðið og hafa í ekkert skjól að leita.

Til þess að þetta þarfa verkefni gangi sem best þá þurfum við á aðstoð að halda bæði í formi sjálfboðaliða og aðfanga. Búist er við því þetta verði nokkuð umfangsmikið langtímaverkefni innann félaganna tveggja.