Description
Sjálfvirkt kattaklósett frá Trixie með tromlu sem hreinsar sandinn eftir hverja notkun.
- Hreinsunarkerfið stöðvast sjálfkrafa ef kötturinn nálgast
- Klumparnir fara í ruslahólf
- Nota má almenna kattasandspoka í ruslahólfið
- Notast með kattasandi sem klumpast
- Tekur allt að 4L af sandi
- Auðvelt að nota og þrífa
- Hentar mjög vel á heimili með fleiri ketti
- Fyrir ketti frá 1,5kg (frá ca 4 mán aldri)
- Er gert úr plasti til að auðvelda þrif
Stærð 53 x 55,5 x 52cm
Sjálfvirka kattaklósettið er ætlað til að auðvelda þér lífið. Tromlan snýst eftir notkun og sigtar sandinn. Klumpunum er safnað saman í sérstakt ruslahólf og minnkar því verulega þrif. Klósettið er öruggt fyrir köttinn þar sem skynjarar eru til staðar til þess að tryggja að klósettið sé tómt fyrir hreinsun ásamt því sem hreinsunarprógrammið stöðvast þegar kötturinn nálgast.
Sjálfvirka kattaklósettið hentar afar vel á heimilum þar sem fleiri en einn köttur búa þar sem klósettið er alltaf hreint og tilbúið fyrir næsta kött.